Færsluflokkur: Bloggar

Stærðfræði

Í stærðfræði hef ég verið að vinna verkefni í excel. Ég reiknaði upphafsgjald, daxtaxta, kostnað virka daga og helgar taxta hjá þremur bátaleigum. Þegar ég var búin að reikna það, bjó ég til súlurit með útreikningunum. Verkefnið um bátana var í bókinni Hringur 3 algebra. Þegar ég var búin að því vistaði ég það inná box.net. 

 Hér getur þú séð verkefnið mitt

 


Trúarbragðafræði

Í trúarbragðafræði er ég búin að vera að læra um kristni, islam og gyðingdóm. Við áttum að fara inná nams.is og inná trúarbragðavefinn. Eftir það skrifaði ég niður hvað kristni, islam og gyðingdómur ættu sameiginlegt og hvað væri ólíkt. Ég skrifaði það í word og lét kennarann fara yfir og setti það svo inná box.net. Þetta var skemmtilegt og áhugavert verkefni.

Hér getur þú séð verkefnið mitt.

 


Náttúrufræði.

Í náttúrufræði áttum við að skrifa um undur veraldar. Ég átti að skrifa um Sigdalinn mikla. Ég byrjaði á því að lesa bækling um Sigdalinn og skrifaði upplýsingarnar á blað. Þegar ég var búin að því fór ég í tölvur og skirfaði glærurnar í powerpoint og fann myndir. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni.

Hér eru glærurnar mínar.

 


Danska

Í dönsku átti ég að skrifa um En dag i mit liv eða dagur í lífi mínu. Ég skrifaði á uppkastarblað sem ég ætlaði að segja. Þegar ég var búin að því fékk ég Helgu til að fara yfir það fyrir mig. Eftir það fór í tölvu og skrifaði þar og fann myndir sem pössuðu við textann minn. Mér fannst mjög gaman í þessu verkefni.

Hér getur þú séð verkefnið mitt.

 


Tyrkjaránið

Ég er búin að vera að læra um Tyrkjaránið. Ég byrjaði á að hlusta á kennarann lesa bók um Tyrkjaránið. Næst fór ég að vinna allskonar verkefni um það. Þegar það var búið átti ég að gera fréttablað um Tyrkjaránið. Ég fékk blað með öllu því sem ég átti að skrifa um í fréttablaðinu, þegar ég var búin því setti ég inn myndir og vistaði inná box.net. Mér fannst gaman að vinna í þessu verkefni.

Hér getur þú séð fréttablaðið mitt. 

 


Hallgrímur Pétursson

Ég er búin að vera að læra um Hallgrím Pétursson og ég átti að gera glærukynningu um hann. Kennarinn gaf mér blað með upplýsingum sem áttu að vera í kynningunni. Ég fann upplýsingar á wikipediu, ruv.is og á vísindavefnum.

Hér getur þú séð glærurnar mínar

 


Anne Frank

In english I have been making a video about Anne Frank. I read the book about her and then I wrote about her. Then I went to the computer and found some pictures of Anne and her family. When that was done I put the pictures in Photo Story and made the video. I liked doing this video and I would like to do something like this again.

Here you can see my video!

 

 


Staðreyndir um Evrópu

Síðustu vikurnar er ég búin að finna heimildir um ýmsar staðreyndir í Evrópu í word. Ég byrjaði að fá blað og ég fékk 24 spurningar og fann svörin í bókinni Evrópa og í Kortabókinni. Ég skrifaði niður svörin á uppkastarblað og þegar ég var búin að því þá fór ég í tölvur og skrifaði í word. Að því loknu fann ég myndir og setti svo verkefnið inná box.net. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og ég vona að við gerum svona verkefni aftur.

Hér geturu séð verkefnið mitt


Náttúrufræði

Í náttúrufræði var ég að vinna að verkefni um plöntur. Ég átti að fara út og finna þrjár plöntur og greina þær. Ég fann upplýsingar í bókinni Flóra Íslands. Ég skrifaði um plönturnar á uppkastarblað og skrifaði svo í bókina, svo pressaði ég plönturnar og límdi inní bókina. Ég lærði mikið um þessar plöntur sem ég valdi mér en þær eru Maríustakkur, Augnfró og Vallhumal. Mér fannst þetta áhugavert og skemmtilegt verkefni.

                                

 Augnfró                                                                 Maríustakkur

augnfro1mariustakkur 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vallhumall 

Vallhumall

Austur Evrópa

Ég hef verið að vinna að verkefni, að gera glærur um Austur Evrópu. Við áttum að gera glærur um Drakúla greifa, ánna Volgu, Úralfjöll, Sankti Pétursborg og sígauna. Ég fann upplýsingar á netinu og fann myndir á google.Þegar ég var búin að því, skrifaði ég glærunar í powerpoint og vistaði inná slideshare. Mér fannst skemmtilegt að vinna þetta verkefni. Smile

Hér getur þú séð glærurnar mínar!

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband